ég verð að segja að ég er í dag glaðari í hjartanu að vera orðin 24 ára.
ég átti æðislegustu afmælishelgi í heiminum!
amma mín var svo góð að bjóða mér í jólahlaðborð hjá honum SiggaHall í gær og það var delish með meiru, mæli sterklega með því og hvet fólk til að prufa nautatunguna, carpaccio-ið og laxinn..mmm
hvað um það, gaman að vera í svona föngulegum kvennahóp (systur hennar ömmu og dætur).
það leynast litlir gullmolar og neistar í svona heldri konum og sköpuðust áhugaverðar samræður um elliheimili Grund, ummönnun og sjálfstæðisflokkinn sem og launamisrétti kynjanna. ég hafði einstaklega gaman af því að vera yngst við borðið og vildi meina að ég kæmi með nýja sýn á hlutina.
auðvitað á einhverju tímapunkti leiddist talið að karlmönnum og van-tillitssemi þeirra og ég verð að játa að ég var fremst í broddi fylkingar að traðka á þessum elskum.
svo var sagt ,,veistu sigga ég var á nákvæmlega sama stað og þú þegar ég var 24 ára og svo bara nokkrum mán seinna kynntist ég mínum manni og við erum saman í dag..., veistu þetta bara gerist".
aha aha.

allavega, endaði ,,ein" hauslaus á prikinu í öskrandi stemmingu og píndi hvern þann sem átti leið framhjá til að gefa mér skot eða splæsa á mig einn kokteil. ég píndi einnig plötusnúðinn til að spila öll lögin sem mig langaði að heyra.
ég fann að ég þurfti að losa um. ætli spákonan hafi ekki haft rétt fyrir sér, það var eitthvað fast, einhver steinn einhver staðar og ég þurfti að henda honum í burtu og losa.....
(hljómar eins og ég sé með gallsteina)
á alveg non líffræðilega ógeðslegan hátt þá dansaði ég til að gleyma.
ég söng og steig trylltan dans við taktinn hans Justins mín og dansaði alla tjöruna af mér. gott ef ég hafi ekki hent nokkrum afró dans sporum inni í sem eiga aðstoða við hreinsu illra anda sem kunna að ásækja unga mey.
þetta virkaði.
áður en ég vissi af var ég sveiflandi bikinítoppnum mínum eins og snöru inni á sólon íslandus að bömba og grinda við afskaplega myndarlegan ungan mann.
ahhhhhhhhhh hreinsun.
ég er svo hrein.
svo fersk og svo hrein.
þetta var það sem læknirinn hún djónsí mín skrifaði upp á fyrir mig.
dansa til að gleyma.
svo einfalt en jafnt svo fallegt.
ég mætti í afmælisbrönsjinn minn bestu afmæliusgjöf í heiminum, gleði í hjarta og glampa í augnráði.
...auðvitað voru stelpurnar mínar svo yndislegar að mæta allar sem ein og ég er svo OFBOÐSLEGA ÞAKKLÁT, takk fyrir mig stelpur, gjafirnar sem þið gáfuð mér eru ómetanlegar og ég er stolt af því að geta kallað ykkur mínar nánustu.......sumar komu frá la, aðrar frá japan og enn aðrar frá skólabókunum..... my ladies.
svo fallegur og fríður hópur sem kom saman......
og takk fyrir sms-in og símtölin, i am feelin the love.
ég er reddí í nýtt ár með nýjum ævintýrum og nýjum áherslum.
með einu símtali og einu augnráði gæti lífið hafa breyst. fæ að vita það á morgun.
það þarf svo lítið til.
lífið er gott og ég ætla njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.
(þrátt fyrir að vera í prófum)
btw, amma, takk enn og aftur fyrir stígvélin... þau eru virkilega haldin einhverjum töframætti.. ég segi bara dóróthea hver?
i got the ruby slippers now....
próf á þriðjudaginn, mánudaginn og svo miðvikudaginn og svo búin.
siggadögg
-sem hefur frelsað sinn innri bakkus-
5 ummæli:
Sæl ljúfan mín, yndislegt að sja ammælisstelpuna í dag! þú kannski sendir manni eitt smáskilaboð eða töllunöllu ef e-d bólar a bólunni á morgunn:)og jújú svo lýtur ut fyrir gyn gyn og rauðvin eftir þann 20... hmmmm....Gyn og tonic eða Gyn og djús eða gyn og trönuberjasafi og dash af sódavatni með möluðum klökum og 18 marglitum rörum, rauðvinið verður drukkið ur finasta kristal sé fram á ´tekkneskan kristal, hreinan og ekta
Rakkus
Gyn? hljómar eins og þið séuð að fara til kvensjúkdómalæknisins... ;)
Annars náði ég þessu ekki með fyrsta í afmæli,,, en betra er seint en aldrei, til hamingju með afmælið!!!
gott að helgin var svona góð, vona að morgunndagurinn brosi svona við okkur báðum í Árnagarði...
Hljómar eins og þú hafir dansað á fleiri stöðum en Prikinu og Sólon þetta laugardagskvöld.
Winkwink.
Æi fokkit. Slöpp myndlíking.
Þú svafst hjá. Var það ekki?
kv,
Andri Ólafsson
Er það algjörlega óhugsandi að stelpan geti verið ánægð með lífið án þess að hafa verið að sofa hjá?
Ef það er raunin er best að ég ljúki þessu bara núna, Sigga þú veist hvaða lög eiga að vera í jarðarförinni.
Arna
jahá.
GYN segir Raxi, ég er sammála þér Steina mín, ég var að spá hvort Raxi ætlaði í klobbaskoðun en svona sniðugan húmor hefur prinsessan.
svo það er bara GIN og tónikk.
klobbaaksjón er af skornum skammti þrátt fyrir að hann Andri minn virðist telja að ég hafi dansað mig inni í bólið hjá einhverjum þá er það ekki svo.
ég var að fá æðislega vinnu, á yndislegar vinkonur, var að eiga afmæli og fékk undurskemmtilegt daður frá undurfallegum og matsjó karlmanni... jey fyrir því öllu saman sem var skolað niður með kokteilum.
engin sjálfsvíg og ekkert pimpin
arna mín....
Skrifa ummæli